Opna nýja sýningu um hreindýr á Austurlandi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2015 17:43 Sýningin opnar á laugardaginn 6. júní klukkan 13:30. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson Ný grunnsýning Minjasafns Austurlands opnar formlega í Safnahúsinu á Egilsstöðum næstkomandi laugardag. Sýningin ber heitið „Hreindýrin á Austurlandi“ og fjallar um eiginleika hreindýranna, sögu þeirra á Austurlandi, rannsóknir á þeim, veiðarnar, og nýtingu afurðanna, handverk og hönnun. Í tilkynningu frá safninu segir að sýninguna prýði fjölmargar ljósmyndir af hreindýrum á Austurlandi eftir Skarphéðinn G. Þórisson, helsta sérfræðings landsins um hreindýr, auk dýrgripa á borð við gamlar ljósmyndir af hreindýraveiðum og kvikmyndin „Á hreindýraslóðum“ eftir Eðvarð Sigurgeirsson. Á sýningunni má sjá ýmsa haglega gerða hluti úr hreindýrshornum og hreindýrsskinni. „Gerð sýningarinnar fór fram í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Fjölmargir lögðu verkefninu lið, bæði einstaklingar og stofnanir. Sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Um verkefnisstjórn sá Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur. Sýningin verður opin í sumar til 31. ágúst alla virka daga frá klukkan 11:30 til 19:00 og um helgar frá 10:30 til 18:00. Vetraropnun auglýst síðar,“ segir í tilkynningunni. Sýningin opnar á laugardaginn 6. júní klukkan 13:30. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný grunnsýning Minjasafns Austurlands opnar formlega í Safnahúsinu á Egilsstöðum næstkomandi laugardag. Sýningin ber heitið „Hreindýrin á Austurlandi“ og fjallar um eiginleika hreindýranna, sögu þeirra á Austurlandi, rannsóknir á þeim, veiðarnar, og nýtingu afurðanna, handverk og hönnun. Í tilkynningu frá safninu segir að sýninguna prýði fjölmargar ljósmyndir af hreindýrum á Austurlandi eftir Skarphéðinn G. Þórisson, helsta sérfræðings landsins um hreindýr, auk dýrgripa á borð við gamlar ljósmyndir af hreindýraveiðum og kvikmyndin „Á hreindýraslóðum“ eftir Eðvarð Sigurgeirsson. Á sýningunni má sjá ýmsa haglega gerða hluti úr hreindýrshornum og hreindýrsskinni. „Gerð sýningarinnar fór fram í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Fjölmargir lögðu verkefninu lið, bæði einstaklingar og stofnanir. Sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Um verkefnisstjórn sá Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur. Sýningin verður opin í sumar til 31. ágúst alla virka daga frá klukkan 11:30 til 19:00 og um helgar frá 10:30 til 18:00. Vetraropnun auglýst síðar,“ segir í tilkynningunni. Sýningin opnar á laugardaginn 6. júní klukkan 13:30.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira