Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:30 Guðbjörg Ríkey stóð einnig fyrir Frelsum geirvörtuna viðburði í Laugardalslauginni í vetur. Vísir/Aðsend/Vilhelm Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00. #FreeTheNipple Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00.
#FreeTheNipple Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira