Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Birgir Olgeirsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 7. júní 2015 22:37 Steingrímur J. Sigfússon Vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“ Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“
Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54
Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?