Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:30 Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira