Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 14:53 Tómas Guðbjartsson vísir/pjetur Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum ítalska læknisins Paolo Macchiarini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá læknunum tveimur en þeir voru titlaðir sem meðhöfundar á grein ítalska læknisins um barkaígræðslur en hann er sakaður um að hafa falsað niðurstöður í henni. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Í yfirlýsingunni segjast Tómas og Óskar hafa ásamt fleiri læknum tekið þátt í meðferð Eritríumannsins Andemariam Beyene sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní árið 2011. Eftir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferðir án árangurs var niðurstaðan að ekki vvar hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum. Tómas og Óskar segja Andemariam hafa óskað eftir því að leitað yrði annarra leiða og var því haft samband við Karolinska sjúkráhúsið og var lagt til að græddur yrði barki í sjúklinginn úr plasti þakinn stofnfrumu. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi en framan af komst Andemariam til betri helsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðast árs á Karolinska-sjúkrahúsinu um tveimur og hálfur ári eftir að aðgerin var framkvæmd. Þeir Tómas og Óskar segjast ekki hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en þeir voru hins vegar tveir af 28 meðhöfundum á grein í læknatímaritinu Lancet sem fjallaði um aðgerðina. Þeir segja sitt hlutverk í þeirri grein hafa verið að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina.Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:„Undirritaðir tóku ásamt fleiri íslenskum læknum þátt í meðferð fyrsta sjúklingsins sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hafði sjúklingurinn greinst með illvígt æxli í barka tæpum tveimur árum áður. Hann hafði gengist undir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferð án árangurs. Leitað var eftir ráðgefandi áliti til erlendra sjúkrahúsa, m.a. í Bandaríkjunum. Niðurstöður voru að ekki væri hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum.Að ósk sjúklingsins var leitað annarra leiða og var þá haft samband við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Læknar þar lögðu til að græddur yrði i sjúklinginn barki úr plasti þakinn stofnfrumum. Slík aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum en undirbúningur hafði staðið um nokkurt skeið í London og Stokkhólmi. Sjúklingnum, fjölskyldu og læknum hans á Íslandi, var ljóst að um tilraunameðferð væri að ræða, sem þó byggði á fyrri reynslu ígræðslna barka úr látnum einstaklingum. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi enda voru ekki aðrar meðferðarleiðir mögulegar þegar þarna var komið. Ákvörðun um aðgerðina var tekin í góðri trú enda er Karolinska sjúkrahúsið eitt það virtasta í heimi.Annar undirritaðra (TG) aðstoðaði við aðgerðina, að ósk lækna á Karolinska og sjúklingsins sjálfs, enda gert áður á honum stóra aðgerð. Framan af komst sjúklingurinn til betri heilsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðasta árs á Karolinska sjúkrahúsinu um tveimur og hálfu ári eftir að aðgerðin var framkvæmd.Undirritaðir hafa ekkert komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en við erum tveir af 28 meðhöfundum á grein í hinu virta læknatímariti Lancet sem fjallaði um fyrstu aðgerðina. Var hlutverk okkar fyrst og fremst að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina. Greinin var send inn til birtingar rúmum 4 mánuðum frá aðgerðinni og birt nokkrum vikum síðar, áður en að vandkvæði vegna aðgerðarinnar komu í ljós. Við höfum aðstoðað báða málsaðila við rannsóknina og sent þeim gögn til að auðvelda rannsókn málsins. Þar sem málið er til rannsóknar getum við ekki tjáð okkur frekar um það að svo stöddu.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum ítalska læknisins Paolo Macchiarini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá læknunum tveimur en þeir voru titlaðir sem meðhöfundar á grein ítalska læknisins um barkaígræðslur en hann er sakaður um að hafa falsað niðurstöður í henni. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Í yfirlýsingunni segjast Tómas og Óskar hafa ásamt fleiri læknum tekið þátt í meðferð Eritríumannsins Andemariam Beyene sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní árið 2011. Eftir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferðir án árangurs var niðurstaðan að ekki vvar hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum. Tómas og Óskar segja Andemariam hafa óskað eftir því að leitað yrði annarra leiða og var því haft samband við Karolinska sjúkráhúsið og var lagt til að græddur yrði barki í sjúklinginn úr plasti þakinn stofnfrumu. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi en framan af komst Andemariam til betri helsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðast árs á Karolinska-sjúkrahúsinu um tveimur og hálfur ári eftir að aðgerin var framkvæmd. Þeir Tómas og Óskar segjast ekki hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en þeir voru hins vegar tveir af 28 meðhöfundum á grein í læknatímaritinu Lancet sem fjallaði um aðgerðina. Þeir segja sitt hlutverk í þeirri grein hafa verið að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina.Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:„Undirritaðir tóku ásamt fleiri íslenskum læknum þátt í meðferð fyrsta sjúklingsins sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hafði sjúklingurinn greinst með illvígt æxli í barka tæpum tveimur árum áður. Hann hafði gengist undir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferð án árangurs. Leitað var eftir ráðgefandi áliti til erlendra sjúkrahúsa, m.a. í Bandaríkjunum. Niðurstöður voru að ekki væri hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum.Að ósk sjúklingsins var leitað annarra leiða og var þá haft samband við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Læknar þar lögðu til að græddur yrði i sjúklinginn barki úr plasti þakinn stofnfrumum. Slík aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum en undirbúningur hafði staðið um nokkurt skeið í London og Stokkhólmi. Sjúklingnum, fjölskyldu og læknum hans á Íslandi, var ljóst að um tilraunameðferð væri að ræða, sem þó byggði á fyrri reynslu ígræðslna barka úr látnum einstaklingum. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi enda voru ekki aðrar meðferðarleiðir mögulegar þegar þarna var komið. Ákvörðun um aðgerðina var tekin í góðri trú enda er Karolinska sjúkrahúsið eitt það virtasta í heimi.Annar undirritaðra (TG) aðstoðaði við aðgerðina, að ósk lækna á Karolinska og sjúklingsins sjálfs, enda gert áður á honum stóra aðgerð. Framan af komst sjúklingurinn til betri heilsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðasta árs á Karolinska sjúkrahúsinu um tveimur og hálfu ári eftir að aðgerðin var framkvæmd.Undirritaðir hafa ekkert komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en við erum tveir af 28 meðhöfundum á grein í hinu virta læknatímariti Lancet sem fjallaði um fyrstu aðgerðina. Var hlutverk okkar fyrst og fremst að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina. Greinin var send inn til birtingar rúmum 4 mánuðum frá aðgerðinni og birt nokkrum vikum síðar, áður en að vandkvæði vegna aðgerðarinnar komu í ljós. Við höfum aðstoðað báða málsaðila við rannsóknina og sent þeim gögn til að auðvelda rannsókn málsins. Þar sem málið er til rannsóknar getum við ekki tjáð okkur frekar um það að svo stöddu.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels