Uppbótartíminn: Garðar eyðilagði veisluna í Breiðholti - Myndbönd Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 12. maí 2015 10:30 Garðar Gunnlaugsson og Óttar Bjarni Guðmundsson eigast við í nýliðaslagnum. vísir/ernir Önnur umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. ÍA komst á blað með sigri í nýliðaslagnum í Breiðholti en Bjarni Guðjónsson bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari KR. Vesturbæjarstórveldið gerði jafntefli við Breiðablik í Kópavoginum. FH og Stjarnan eru taplaus á toppnum og Víkingar komu til baka og náðu sér í stig gegn Val.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Stjarnan 0-2Víkingur - Valur 2-2FH - Keflavík 2-0Breiðablik - KR 2-2Leiknir - ÍA 0-1Fjölnir - Fylkir 1-1Atli Viðar Björnsson nálgast 100 mörkin.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Guðjón Pétur Lýðsson Miðjumaðurinn var ekki í byrjunarliði Arnars Grétarssonar þegar leiktíðin byrjaði, en hann kom inn á fyrir Arnþór Ara Atlason í hálfleik í fyrstu umferðinni. Guðjón Pétur tryggði Blikum stig með marki úr vítaspyrnu gegn Fylki og skoraði svo og lagði upp mark í jafnteflinu gegn KR í annarri umferð. Guðjón Pétur svarar fyrir sig á vellinum og er að sýna Arnari að hann eigi að vera í byrjunarliðinu.... Atlana í FH Atli Viðar átti frábæra innkomu annan leikinn í röð og skoraði sitt 99. mark í efstu deild. Hann hefur skorað þau öll fyrir sama félagið, FH. FH er búið að skora öll fimm mörkin í sumar eftir að Atli kom inn á sem varamaður. Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH gegn Keflavík og hefur komið að beinum hætti með fjórum mörkum í síðustu tveimur leikjum FH.... Þorra Geir Rúnarsson Stjörnumaðurinn ungi spilaði frábærlega í Eyjum og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Þessi öflugi miðjumaður kom eins og fullmótaður inn í lið Stjörnunnar á síðustu leiktíð og heldur áfram að spila vel. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum.Kiko Insa er farinn í leikbann.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Kiko Insa Spænski miðvörðurinn í Keflavík fékk ekkert sérstaka dóma fyrir frumraun sína með Suðurnesjaliðinu á móti Víkingi og ekki var annar leikurinn skárri. Hann gerði sig sekan um mistök í báðum mörkum FH og lét reka sig út af fyrir ruddalega tæklingu á Böðvar Böðvarsson. Insa fékk sjö gul og eitt rautt með Ólsurum fyrir tveimur árum og er nú kominn í leikbann strax í þriðju umferð.... Leiknismenn Gleðin var mikil í Breiðholtinu í gær enda ævintýraleg stemning í kringum fyrsta heimaleik liðsins í efstu deild. Öllu var til tjaldað og fékk félagið tækifæri til að sýna verðlauna jafnréttisstefnu sína í yngri flokkum. Umgjörðin var með besta móti en því miður endaði kvöldið illa. Garðar Gunnlaugsson heldur áfram að hrella Leiknismenn og eyðilagði veisluna á Ghetto Ground í gærkvöldi með marki sem átti líklega að vera sending.... Bjarna Guðjónsson Bjarni fer ekki nógu vel af stað sem þjálfari KR, en hann er aðeins með eitt stig eftir erfiða leiki gegn FH og Breiðabliki. Hann er fyrsti þjálfari KR síðan 1992 sem vinnur hvorugan af fyrstu tveimur deildarleikjum sínum með liðið. KR komst yfir gegn Breiðabliki, 2-1, og var mun betri aðilinn í leiknum en liðinu tókst ekki að klára dæmið.Leiknismenn kynntu verðlaunað yngri flokka starf sitt og segja nei við kynþáttaníði.vísir/ernirTölfræðin og sagan: *Stjarnan hefur aldrei áður haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum í efstu deild. *Stjarnan eru fyrstu Íslandsmeistararnir í níu ár (FH 2006) sem ná því að halda hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í titilvörninni. *Sjö síðustu þjálfarar ÍBV sem eru ekki frá Eyjum hafa ekki náð að vinna fyrsta heimaleik sinn í úrvalsdeildinni og aðeins náð í samanlagt 3 stig út úr þessum sjö leikjum. *Pape Mamadou Faye varð fyrsti sóknarmaður Víkings í 604 mínútur til að skora í Pepsi-deildinni eða síðan að hann skoraði sjálfur á móti Val í fyrra. *Frá árinu 1977 hafa Víkingar aðeins náð í samtals 4 stig af 21 mögulegu í 2. umferð eftir að hafa unnið sinn leik í fyrstu umferðinni. *Valsliðið vann alla sex leiki sína í fyrra þar sem liðið var yfir í hálfleik. *FH hefur unnið sex síðustu heimaleiki sína á móti Keflavík og markatalan í þeim er 15-4, FH í hag. *FH-liðið hefur skorað öll fimm mörk sín í sumar á þeim 43 mínútum sem þeir Atli Viðar Björnsson og Bjarni Þór Viðarsson hafa spilað. *Kristján Guðmundsson vann sex af fyrstu níu deildar- og bikarleikjum á móti liðum Heimis Guðjónssonar en Heimir hefur aftur á móti fagnað sigri í fjórum af fimm síðustu innbyrðisleikjum þeirra. *Leiknir tapaði fyrsta heimaleiknum sínum í efstu deild alveg eins og Víkingur Ólafsvík (2013) og Selfoss (2010) sem voru tvö síðustu liðin til að komast upp í Pepsi-deildina í fyrsta sinn. *Leiknir er aðeins búið að tapa þremur leikjum af síðustu 24 leikjum sínum á Íslandsmótinu og allir þessir tapleikir hafa verið á móti Skagamönnum. *Breiðablik gerði fleiri jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum í ár en í fyrra þegar liðið setti nýtt met með því að gera 12 jafntefli í 22 leikjum. *KR-liðið er með jafnmörg stig eftir tvær umferðir og Fram-liðið undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í fyrra en Framliðið var með aðeins betri markatölu úr tveimur fyrstu leikjunum.Gunnlaugur Jónsson náði í stig í Breiðholti.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „Arnar Grétarsson er mættur út að fylgjast með upphitun. Það eru steinhvítar buxur í dag og peysa í stíl. Ef ég þekki minn mann rétt bætist nú frakki og trefill við dressið þegar á líður kvöldið.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Fríar pylsur fyrir alla hér í Eyjum. Vonbrigði þó, þar sem enginn steiktur laukur var í boði. ÍBV-héraðssamband er 70 ára í dag og þeir splæstu því í þessar pylsur.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Þorri Geir Rúnarsson, Stjörnunni - 8 Steven Lennon, FH - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Haukur Baldvinsson, Víkingi - 3 Hörður Sveinsson, Keflavík - 3 Elvar Páll Sigurðsson, Leikni - 3Umræðan #pepsi365Styttist í að ég missi mig ef KR fer ekki að vinna leiki. #RaggiRage#Sigureðadauði#YfirvegaðurPirringur#pepsi365 — Damus7_ (@Damus7_) May 12, 2015Pepsi Mörkin alltaf að taka skrefið á hverju sumri. Álitsgjafarnir mjög góðir, sakna leikgreiningar hinsvegar aðeins, stórt prik! #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) May 12, 2015Danski brjálæðingurinn á bekknum hjá kr var ítrekað að hvetja menn til að fara í Gulla í loftinu helst með olnboga. #fotboltinet#pepsi365 — asgeirhg (@asgeirhg) May 11, 2015Það er nokkuð ljóst að veikustu hlekkirnir í Pepsi deildinni eru markmenn deildarinnar #pepsi365 — Sindri Sigurjónsson (@sindrisig) May 11, 2015Strax komið graffiti á Ghetto-ground. #pepsi365 — Haraldur Pálsson (@haraldurp) May 11, 2015Er Kópavogsvöllur eini völlurinn í Pepsi þar sem maður þarf að borga fullt gjald inn í seinni hálfleik? #Pepsi365#Blikarfátækir — Asgeir Bjarnason (@AB7__) May 11, 2015veðja að Bjarni guðjóns verði sá fyrsti til að vera látinn fara,,er bara ekki með þetta #pepsi365#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 11, 2015"Bjó í 113 - Kötlufellunum" Garðar Gunnlaugs með allt á hreinu #pepsi365 — Magnus Gudmundsson (@maggiperan) May 11, 2015Hvað er Gústi Gylfa að gera, "park the bus" þegar það eru 10 mín eftir? Fjölnir búnir að vera yfirburðar allan leikinn! #noballs#pepsi365 — Þorgrímur S Ólafsson (@ThorgrimurSmari) May 11, 2015Mark 2. umferðar: Atvik 2. umferðar: Markasyrpa 2. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Önnur umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. ÍA komst á blað með sigri í nýliðaslagnum í Breiðholti en Bjarni Guðjónsson bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari KR. Vesturbæjarstórveldið gerði jafntefli við Breiðablik í Kópavoginum. FH og Stjarnan eru taplaus á toppnum og Víkingar komu til baka og náðu sér í stig gegn Val.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - Stjarnan 0-2Víkingur - Valur 2-2FH - Keflavík 2-0Breiðablik - KR 2-2Leiknir - ÍA 0-1Fjölnir - Fylkir 1-1Atli Viðar Björnsson nálgast 100 mörkin.vísir/ernirGóð umferð fyrir ...... Guðjón Pétur Lýðsson Miðjumaðurinn var ekki í byrjunarliði Arnars Grétarssonar þegar leiktíðin byrjaði, en hann kom inn á fyrir Arnþór Ara Atlason í hálfleik í fyrstu umferðinni. Guðjón Pétur tryggði Blikum stig með marki úr vítaspyrnu gegn Fylki og skoraði svo og lagði upp mark í jafnteflinu gegn KR í annarri umferð. Guðjón Pétur svarar fyrir sig á vellinum og er að sýna Arnari að hann eigi að vera í byrjunarliðinu.... Atlana í FH Atli Viðar átti frábæra innkomu annan leikinn í röð og skoraði sitt 99. mark í efstu deild. Hann hefur skorað þau öll fyrir sama félagið, FH. FH er búið að skora öll fimm mörkin í sumar eftir að Atli kom inn á sem varamaður. Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH gegn Keflavík og hefur komið að beinum hætti með fjórum mörkum í síðustu tveimur leikjum FH.... Þorra Geir Rúnarsson Stjörnumaðurinn ungi spilaði frábærlega í Eyjum og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Þessi öflugi miðjumaður kom eins og fullmótaður inn í lið Stjörnunnar á síðustu leiktíð og heldur áfram að spila vel. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum.Kiko Insa er farinn í leikbann.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Kiko Insa Spænski miðvörðurinn í Keflavík fékk ekkert sérstaka dóma fyrir frumraun sína með Suðurnesjaliðinu á móti Víkingi og ekki var annar leikurinn skárri. Hann gerði sig sekan um mistök í báðum mörkum FH og lét reka sig út af fyrir ruddalega tæklingu á Böðvar Böðvarsson. Insa fékk sjö gul og eitt rautt með Ólsurum fyrir tveimur árum og er nú kominn í leikbann strax í þriðju umferð.... Leiknismenn Gleðin var mikil í Breiðholtinu í gær enda ævintýraleg stemning í kringum fyrsta heimaleik liðsins í efstu deild. Öllu var til tjaldað og fékk félagið tækifæri til að sýna verðlauna jafnréttisstefnu sína í yngri flokkum. Umgjörðin var með besta móti en því miður endaði kvöldið illa. Garðar Gunnlaugsson heldur áfram að hrella Leiknismenn og eyðilagði veisluna á Ghetto Ground í gærkvöldi með marki sem átti líklega að vera sending.... Bjarna Guðjónsson Bjarni fer ekki nógu vel af stað sem þjálfari KR, en hann er aðeins með eitt stig eftir erfiða leiki gegn FH og Breiðabliki. Hann er fyrsti þjálfari KR síðan 1992 sem vinnur hvorugan af fyrstu tveimur deildarleikjum sínum með liðið. KR komst yfir gegn Breiðabliki, 2-1, og var mun betri aðilinn í leiknum en liðinu tókst ekki að klára dæmið.Leiknismenn kynntu verðlaunað yngri flokka starf sitt og segja nei við kynþáttaníði.vísir/ernirTölfræðin og sagan: *Stjarnan hefur aldrei áður haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum í efstu deild. *Stjarnan eru fyrstu Íslandsmeistararnir í níu ár (FH 2006) sem ná því að halda hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í titilvörninni. *Sjö síðustu þjálfarar ÍBV sem eru ekki frá Eyjum hafa ekki náð að vinna fyrsta heimaleik sinn í úrvalsdeildinni og aðeins náð í samanlagt 3 stig út úr þessum sjö leikjum. *Pape Mamadou Faye varð fyrsti sóknarmaður Víkings í 604 mínútur til að skora í Pepsi-deildinni eða síðan að hann skoraði sjálfur á móti Val í fyrra. *Frá árinu 1977 hafa Víkingar aðeins náð í samtals 4 stig af 21 mögulegu í 2. umferð eftir að hafa unnið sinn leik í fyrstu umferðinni. *Valsliðið vann alla sex leiki sína í fyrra þar sem liðið var yfir í hálfleik. *FH hefur unnið sex síðustu heimaleiki sína á móti Keflavík og markatalan í þeim er 15-4, FH í hag. *FH-liðið hefur skorað öll fimm mörk sín í sumar á þeim 43 mínútum sem þeir Atli Viðar Björnsson og Bjarni Þór Viðarsson hafa spilað. *Kristján Guðmundsson vann sex af fyrstu níu deildar- og bikarleikjum á móti liðum Heimis Guðjónssonar en Heimir hefur aftur á móti fagnað sigri í fjórum af fimm síðustu innbyrðisleikjum þeirra. *Leiknir tapaði fyrsta heimaleiknum sínum í efstu deild alveg eins og Víkingur Ólafsvík (2013) og Selfoss (2010) sem voru tvö síðustu liðin til að komast upp í Pepsi-deildina í fyrsta sinn. *Leiknir er aðeins búið að tapa þremur leikjum af síðustu 24 leikjum sínum á Íslandsmótinu og allir þessir tapleikir hafa verið á móti Skagamönnum. *Breiðablik gerði fleiri jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum í ár en í fyrra þegar liðið setti nýtt met með því að gera 12 jafntefli í 22 leikjum. *KR-liðið er með jafnmörg stig eftir tvær umferðir og Fram-liðið undir stjórn Bjarna Guðjónssonar í fyrra en Framliðið var með aðeins betri markatölu úr tveimur fyrstu leikjunum.Gunnlaugur Jónsson náði í stig í Breiðholti.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli: „Arnar Grétarsson er mættur út að fylgjast með upphitun. Það eru steinhvítar buxur í dag og peysa í stíl. Ef ég þekki minn mann rétt bætist nú frakki og trefill við dressið þegar á líður kvöldið.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Fríar pylsur fyrir alla hér í Eyjum. Vonbrigði þó, þar sem enginn steiktur laukur var í boði. ÍBV-héraðssamband er 70 ára í dag og þeir splæstu því í þessar pylsur.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Þorri Geir Rúnarsson, Stjörnunni - 8 Steven Lennon, FH - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Haukur Baldvinsson, Víkingi - 3 Hörður Sveinsson, Keflavík - 3 Elvar Páll Sigurðsson, Leikni - 3Umræðan #pepsi365Styttist í að ég missi mig ef KR fer ekki að vinna leiki. #RaggiRage#Sigureðadauði#YfirvegaðurPirringur#pepsi365 — Damus7_ (@Damus7_) May 12, 2015Pepsi Mörkin alltaf að taka skrefið á hverju sumri. Álitsgjafarnir mjög góðir, sakna leikgreiningar hinsvegar aðeins, stórt prik! #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) May 12, 2015Danski brjálæðingurinn á bekknum hjá kr var ítrekað að hvetja menn til að fara í Gulla í loftinu helst með olnboga. #fotboltinet#pepsi365 — asgeirhg (@asgeirhg) May 11, 2015Það er nokkuð ljóst að veikustu hlekkirnir í Pepsi deildinni eru markmenn deildarinnar #pepsi365 — Sindri Sigurjónsson (@sindrisig) May 11, 2015Strax komið graffiti á Ghetto-ground. #pepsi365 — Haraldur Pálsson (@haraldurp) May 11, 2015Er Kópavogsvöllur eini völlurinn í Pepsi þar sem maður þarf að borga fullt gjald inn í seinni hálfleik? #Pepsi365#Blikarfátækir — Asgeir Bjarnason (@AB7__) May 11, 2015veðja að Bjarni guðjóns verði sá fyrsti til að vera látinn fara,,er bara ekki með þetta #pepsi365#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 11, 2015"Bjó í 113 - Kötlufellunum" Garðar Gunnlaugs með allt á hreinu #pepsi365 — Magnus Gudmundsson (@maggiperan) May 11, 2015Hvað er Gústi Gylfa að gera, "park the bus" þegar það eru 10 mín eftir? Fjölnir búnir að vera yfirburðar allan leikinn! #noballs#pepsi365 — Þorgrímur S Ólafsson (@ThorgrimurSmari) May 11, 2015Mark 2. umferðar: Atvik 2. umferðar: Markasyrpa 2. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira