Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 07:31 Oumar Diouck varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Þróttar eftir leik í Laugardalnum í fyrrakvöld. Facebook/@umfnknattspyrna Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla. Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum. Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum.
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira