Auknar líkur á sumarþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 12:45 Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira