Aðgerðir stjórnvalda tengjast launakröfum Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:36 Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira