Guðný þarf að hætta 26 ára gömul | Sendi tilfinningaþrungið bréf á liðsfélagana Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:27 Guðný Björk leggur skóna á hilluna 26 ára. vísir/getty Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira