Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-21 | Frábær fyrri hálfleikur Stjörnunnar gerði útslagið Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 30. apríl 2015 20:45 vísir/vilhelm Stjarnan jafnaði metin í einvígi sínu við Fram í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna með því að leggja Fram að velli með fimm marka mun, 26-21, í Mýrinni. Frábær vörn Stjörnunnar í gerði útslagið og Framstúlkur voru algjörlega týndar í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn í Mýrinni var eign Stjörnunnar frá upphafi til enda. Heimastúlkur náðu undirtökum strax í upphafi og fljótlega sást í hvað stefndi. Stjörnustúlkur voru miklu grimmari og gestirnir voru fljótir að gefast upp. Vörn Stjörnunnar var feykilega öflug og þá sérstaklega hægri vængurinn þar sem þær Þórhildur Gunnarsdóttir og Esther Ragnarsdóttir náðu að loka algjörlega á Ragnheiði Júlíusdóttur, stórskyttu Framara. Vörnin, yfirleitt með eina til tvær framliggjandi, truflaði sóknarleik Framara mikið og Framstúlkur klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri. Stjarnan náði mest níu marka forystu, 12-3, í fyrri hálfleik. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var allt annað en sáttur við sínar stúlkur í fyrri hálfleiknum og tók til að mynda tvisvar leikhlé. Þau skiluðu engu. Ekki nóg með að vörn Stjörnunnar hafi verið góð í fyrri hálfleiknum heldur var sóknin einnig til fyrirmyndar, margir leikmenn að taka ábyrgð og alls skoruðu sex leikmenn Stjörnunnar mark í fyrri hálfleik. Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, sem yfirleitt er einna atkvæðamest í leik liðsins, þurfti varla að verja skot í fyrri hálfleik. Varði fimm skot í fyrri hálfleik. Það var öllu meira að gera hjá Florentinu í síðari hálfleik því Fram mætti af gríðarlegum krafti inn í síðari hálfleikinn. Fram skoraði fimm fyrstu mörk hálfleiksins og virtist ætla að gera þetta að alvöru leik. En Fram náði aldrei að minnka muninn niður í meira en fjögur mörk. Alltaf þegar Fram virtist ætla að færast nær náðu Stjörnustúlkur alltaf að svara. Ýmist Florentina í markinu að verja mikilvæg skot eða sókn Stjörnunnar að gera það sem þurfti, auka muninn aftur í fimm mörk. Stjarnan gerði það sem þurfti í síðari hálfleik og fór að lokum með öruggan fimm marka sigur af hólmi, 26-21. Sólveig Lára Kjærnested var með 100% skotnýtingu í þessum leik, sex mörk í sex skotum, og þá var Florentina öflug á ögurstundu eins og fram hefur komið. Hjá Fram var Hulda Dagsdóttir markahæst með sex mörk.Helena Rut Örvarsdóttir: Við vorum nokkrum mörkum yfir og við þurftum bara að stilla okkur aðeins betur saman og slaka aðeins á Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skoraði 4 mörk í leiknum í kvöld. Hún var að vonum sátt að honum loknum og sagði að barátta liðsins hafi gert gæfumuninn. "Við byrjuðum leikinn frábærlega, vorum með fókus allan tímann í vörninni og vörnin var mjög mjög góð í fyrri hálfleik," sagði Helena Rut og bætti við að liðið hafi verið staðráðið í að slá hvergi slöku við þegar leið á leikinn þó staðan væri vænleg. "Við ætluðum bara að halda áfram allan tímann. Stebbi (þjálfari Fram) tók tvö leikhlé og eftir bæði leikhléin þá ætluðum við að halda áfram því tempói sem við vorum á og halda fókus allan tímann," sagði Helena Rut en Fram skoraði fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik. "Við vorum nokkrum mörkum yfir og við þurftum bara að stilla okkur aðeins betur saman og slaka aðeins á. Við vorum að drífa okkur aðeins og mikið," sagði Helena Rut. Nú er ljóst að Stjarnan þarf að gera það sem liðinu hefur ekki tekist hingað til í vetur, hvorki í deildinni né í úrslitakeppninni, að vinna Fram í Safamýra. "Það var vitað fyrirfram að við þyrftum að vinna í Safamýrinni. Það tókst ekki í hin tvö skiptin í úrslitakeppninni þannig að það verður að takast í næsta leik," sagði Helena Rut að lokum.Stefán Arnarson: Fyrri hálfleikur var skelfilegur af okkar hálfu Stefán Arnarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar hann var spurður út í það hvað hafi verið að hjá Framliðinu í fyrri hálfleik. "Við höfðum engin svör við því, eins og sást, og við verðum bara að skoða það. En það er ljóst að hann var skelfilegur af okkar hálfu," sagði Stefán. "Við vissum að við gætum gert betur og vildum sýna fólki sem kom að horfa á okkur að það væri smá líf í liðinu. Við gerðum það, náðum tvisvar að minnka í fjögur mörk en því miður dugði það ekki," sagði Stefán og bætti við að liði hafi reynt eftir fremsta megni að gera alvöru leik úr þessu. "Við gerðum leik úr þessu, minnkuðum tvisvar í fjögur mörk og fjögur mörk í handbolta er ekki mikið. En á þessum kafla, þá fá þær fráköst og fara aftur í fimm til sex marka mun, við missum leikmenn útaf og þá var þetta erfitt," sagði Stefán. Fram hefur síður en svo riðið feitum hesti frá leikjum sínum við Stjörnuna í Mýrinni í vetur, tapað öllum þremur viðureignum sínum. "Við höfum ekki náð okkur á strik hér, hver sem skýringin er. Við munum fara í 1. maí göngu á morgun, safna liði og koma sterkari til leiks á laugardaginn," sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í einvígi sínu við Fram í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna með því að leggja Fram að velli með fimm marka mun, 26-21, í Mýrinni. Frábær vörn Stjörnunnar í gerði útslagið og Framstúlkur voru algjörlega týndar í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn í Mýrinni var eign Stjörnunnar frá upphafi til enda. Heimastúlkur náðu undirtökum strax í upphafi og fljótlega sást í hvað stefndi. Stjörnustúlkur voru miklu grimmari og gestirnir voru fljótir að gefast upp. Vörn Stjörnunnar var feykilega öflug og þá sérstaklega hægri vængurinn þar sem þær Þórhildur Gunnarsdóttir og Esther Ragnarsdóttir náðu að loka algjörlega á Ragnheiði Júlíusdóttur, stórskyttu Framara. Vörnin, yfirleitt með eina til tvær framliggjandi, truflaði sóknarleik Framara mikið og Framstúlkur klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri. Stjarnan náði mest níu marka forystu, 12-3, í fyrri hálfleik. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var allt annað en sáttur við sínar stúlkur í fyrri hálfleiknum og tók til að mynda tvisvar leikhlé. Þau skiluðu engu. Ekki nóg með að vörn Stjörnunnar hafi verið góð í fyrri hálfleiknum heldur var sóknin einnig til fyrirmyndar, margir leikmenn að taka ábyrgð og alls skoruðu sex leikmenn Stjörnunnar mark í fyrri hálfleik. Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, sem yfirleitt er einna atkvæðamest í leik liðsins, þurfti varla að verja skot í fyrri hálfleik. Varði fimm skot í fyrri hálfleik. Það var öllu meira að gera hjá Florentinu í síðari hálfleik því Fram mætti af gríðarlegum krafti inn í síðari hálfleikinn. Fram skoraði fimm fyrstu mörk hálfleiksins og virtist ætla að gera þetta að alvöru leik. En Fram náði aldrei að minnka muninn niður í meira en fjögur mörk. Alltaf þegar Fram virtist ætla að færast nær náðu Stjörnustúlkur alltaf að svara. Ýmist Florentina í markinu að verja mikilvæg skot eða sókn Stjörnunnar að gera það sem þurfti, auka muninn aftur í fimm mörk. Stjarnan gerði það sem þurfti í síðari hálfleik og fór að lokum með öruggan fimm marka sigur af hólmi, 26-21. Sólveig Lára Kjærnested var með 100% skotnýtingu í þessum leik, sex mörk í sex skotum, og þá var Florentina öflug á ögurstundu eins og fram hefur komið. Hjá Fram var Hulda Dagsdóttir markahæst með sex mörk.Helena Rut Örvarsdóttir: Við vorum nokkrum mörkum yfir og við þurftum bara að stilla okkur aðeins betur saman og slaka aðeins á Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skoraði 4 mörk í leiknum í kvöld. Hún var að vonum sátt að honum loknum og sagði að barátta liðsins hafi gert gæfumuninn. "Við byrjuðum leikinn frábærlega, vorum með fókus allan tímann í vörninni og vörnin var mjög mjög góð í fyrri hálfleik," sagði Helena Rut og bætti við að liðið hafi verið staðráðið í að slá hvergi slöku við þegar leið á leikinn þó staðan væri vænleg. "Við ætluðum bara að halda áfram allan tímann. Stebbi (þjálfari Fram) tók tvö leikhlé og eftir bæði leikhléin þá ætluðum við að halda áfram því tempói sem við vorum á og halda fókus allan tímann," sagði Helena Rut en Fram skoraði fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik. "Við vorum nokkrum mörkum yfir og við þurftum bara að stilla okkur aðeins betur saman og slaka aðeins á. Við vorum að drífa okkur aðeins og mikið," sagði Helena Rut. Nú er ljóst að Stjarnan þarf að gera það sem liðinu hefur ekki tekist hingað til í vetur, hvorki í deildinni né í úrslitakeppninni, að vinna Fram í Safamýra. "Það var vitað fyrirfram að við þyrftum að vinna í Safamýrinni. Það tókst ekki í hin tvö skiptin í úrslitakeppninni þannig að það verður að takast í næsta leik," sagði Helena Rut að lokum.Stefán Arnarson: Fyrri hálfleikur var skelfilegur af okkar hálfu Stefán Arnarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar hann var spurður út í það hvað hafi verið að hjá Framliðinu í fyrri hálfleik. "Við höfðum engin svör við því, eins og sást, og við verðum bara að skoða það. En það er ljóst að hann var skelfilegur af okkar hálfu," sagði Stefán. "Við vissum að við gætum gert betur og vildum sýna fólki sem kom að horfa á okkur að það væri smá líf í liðinu. Við gerðum það, náðum tvisvar að minnka í fjögur mörk en því miður dugði það ekki," sagði Stefán og bætti við að liði hafi reynt eftir fremsta megni að gera alvöru leik úr þessu. "Við gerðum leik úr þessu, minnkuðum tvisvar í fjögur mörk og fjögur mörk í handbolta er ekki mikið. En á þessum kafla, þá fá þær fráköst og fara aftur í fimm til sex marka mun, við missum leikmenn útaf og þá var þetta erfitt," sagði Stefán. Fram hefur síður en svo riðið feitum hesti frá leikjum sínum við Stjörnuna í Mýrinni í vetur, tapað öllum þremur viðureignum sínum. "Við höfum ekki náð okkur á strik hér, hver sem skýringin er. Við munum fara í 1. maí göngu á morgun, safna liði og koma sterkari til leiks á laugardaginn," sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira