Volcker vill umbylta fjármálaeftirliti ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 16:45 Paul Volcker, hinn 87 ára gamli fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill breyta eftirliti með fjármálastofnunum. vísir/afp Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur