Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 10:32 Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna. Vísir/AFP Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn. Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn.
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira