Afnám gjaldeyrishafta áhættusamara samhliða miklum launahækkunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 19:05 Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48