Þórður Steinar: Menn eiga hiklaust að fara til Færeyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 09:30 Þórður Steinar Hreiðarsson. mynd/skjáskot „Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00