Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara. Vísir Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“ Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“
Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46