Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár 29. apríl 2015 21:33 Vísir/Auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00