Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:50 Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira