Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2015 21:13 Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar. Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07