NBA: Meistararnir óstöðvandi - Sæti OKC í úrslitakeppninni í hættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Kawhi Leonard er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira