NBA: Meistararnir óstöðvandi - Sæti OKC í úrslitakeppninni í hættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Kawhi Leonard er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn