Þjálfarastarfið er lífsstíll | Kíkt á bak við tjöldin hjá Nordsjælland 30. mars 2015 14:09 Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið. Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið.
Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira