Jóhann Berg: Ég lenti í bölvuðu veseni en ég er klár núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:15 Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira