Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 19:45 Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni. Alþingi ESB-málið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni.
Alþingi ESB-málið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira