Utanríkismálum útvistað til leikskóla segir Þorsteinn Pálsson Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 12:09 Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun. Alþingi ESB-málið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira