Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2015 09:38 Flugfélag Íslands gerir miklar breytingar á flota sínum. vísir/valli Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu. Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu.
Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira