Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 19:57 Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51