Stjórnvöld hafa ekki brugðist við auknum fjölda ferðamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 20:04 Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira