Fljúgandi hálka yfirvofandi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2015 11:43 Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Vísir/Vilhelm Enn ein stormlægðin stefnir nú á landið og nær veðurhamurinn hámarki síðdegis á morgun segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni. „Rigning verður með roki eða jafnvel ofsaveðri og snöggri leysingu í 5°C hita á láglendi. Þar sem talsverður nýlegur og auðleystur snjór er víða yfir og klaki undir má búast við varasömum aðstæðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vís. Einar segir að reikna megi með þó nokkrum vatnsaga þegar snögghláni og rigni suðvestan- og vestanlands á morgun, allt frá Mýrdal vestur á Snæfellsnes. Ekki sé búist við að hlákan nái að neinu gagni upp fyrir 200-300 metra hæð. Á heiðum er hætt við að færð spillist með skafrenningi og ofankomu og því mikilvægt að kynna sér færð og veður. Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Ætla má að rásir og holur sem víða hafa myndast í götum fyllist af vatni. Hætt er við að bílar fljóti upp eða gusi yfir aðra bíla og birgi bílstjórum sýn. Því er mikilvægt að reyna eftir megni að aka ekki í miðjum vatnsflauminum og draga vel úr hraða. Bæði gangandi og akandi vegfarendur þurfa að gæta sín á mjög mikilli hálku, sér í lagi þar sem klaki er undir snjónum, til að mynda í íbúðargötum og á göngustígum. Í frétt VÍS segir: „Áður en veðrið skellur á er nauðsynlegt að húsráðendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hreinsi frá niðurföllum, moki snjó af svölum og gæti þess að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Þá er skynsamlegt að leggja ökutækjum ekki beint undir þökum þar sem hætta er á að snjór falli niður og skemmi þau.“ Veður Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Enn ein stormlægðin stefnir nú á landið og nær veðurhamurinn hámarki síðdegis á morgun segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni. „Rigning verður með roki eða jafnvel ofsaveðri og snöggri leysingu í 5°C hita á láglendi. Þar sem talsverður nýlegur og auðleystur snjór er víða yfir og klaki undir má búast við varasömum aðstæðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vís. Einar segir að reikna megi með þó nokkrum vatnsaga þegar snögghláni og rigni suðvestan- og vestanlands á morgun, allt frá Mýrdal vestur á Snæfellsnes. Ekki sé búist við að hlákan nái að neinu gagni upp fyrir 200-300 metra hæð. Á heiðum er hætt við að færð spillist með skafrenningi og ofankomu og því mikilvægt að kynna sér færð og veður. Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Ætla má að rásir og holur sem víða hafa myndast í götum fyllist af vatni. Hætt er við að bílar fljóti upp eða gusi yfir aðra bíla og birgi bílstjórum sýn. Því er mikilvægt að reyna eftir megni að aka ekki í miðjum vatnsflauminum og draga vel úr hraða. Bæði gangandi og akandi vegfarendur þurfa að gæta sín á mjög mikilli hálku, sér í lagi þar sem klaki er undir snjónum, til að mynda í íbúðargötum og á göngustígum. Í frétt VÍS segir: „Áður en veðrið skellur á er nauðsynlegt að húsráðendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hreinsi frá niðurföllum, moki snjó af svölum og gæti þess að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Þá er skynsamlegt að leggja ökutækjum ekki beint undir þökum þar sem hætta er á að snjór falli niður og skemmi þau.“
Veður Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira