Ricciardo fljótastur á öðrum degi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. febrúar 2015 21:00 Ricciardo á Red Bull bílnum í felulitunum, finnur þú bílinn? Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull var maður dagsins á öðrum æfingadegi í Barselóna. Æfingar standa þar yfir fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Ricciardo var bæði fljótastur og ók manna lengst hann ók 143 hringi um Katalóníubrautina. Tími hans var 1:24,574, aðeins 0,01 sekúndu á eftir honum var Kimi Raikkonen á Ferrari. Miklar framfarir eru greinilegar á milli ára. Best má sjá það á því að ráspólstími Lewis Hamilton í spænska kappakstrinum í fyrra, sem fram fór á Katalóníubrautinni var 1:25,232. Besti tími Hamilton í dag var 1:24,923, líklega á mjög þungum bíl, fullum af eldsneyti og jafnvel ekki á fullu afli. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg óku báðir í dag. Rosberg átti að aka samkvæmt áætlun en þorði ekki að aka meira vegna hálsmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Hamilton tók því við, en hann gat ekið mjög takmarkað í gær vegna hitavellu. McLaren liðið átti sinn besta dag á æfingum ársins til þessa í dag. Fernando Alonso varð sjöundi og ók 59 hringi, reyndar minnst allra en það er þó alls ekki slæmt. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast um hvernig liðin koma undan vetri. Hingað til virðist ljóst að Ferrari hefur náð hvað mestum framförum, að frátöldu Lotus liðinu. Lotus ók eiginlega ekkert fyrir tímabilið í fyrra en átti svo besta tíma dagsins í gær og átti ágætis dag í dag. Munurinn á sex hröðustu bílunum í dag var innan við sekúnda. Það má því búast við að framundan gæti verið spennandi tímabil. Formúla Tengdar fréttir Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30 Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull var maður dagsins á öðrum æfingadegi í Barselóna. Æfingar standa þar yfir fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Ricciardo var bæði fljótastur og ók manna lengst hann ók 143 hringi um Katalóníubrautina. Tími hans var 1:24,574, aðeins 0,01 sekúndu á eftir honum var Kimi Raikkonen á Ferrari. Miklar framfarir eru greinilegar á milli ára. Best má sjá það á því að ráspólstími Lewis Hamilton í spænska kappakstrinum í fyrra, sem fram fór á Katalóníubrautinni var 1:25,232. Besti tími Hamilton í dag var 1:24,923, líklega á mjög þungum bíl, fullum af eldsneyti og jafnvel ekki á fullu afli. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg óku báðir í dag. Rosberg átti að aka samkvæmt áætlun en þorði ekki að aka meira vegna hálsmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Hamilton tók því við, en hann gat ekið mjög takmarkað í gær vegna hitavellu. McLaren liðið átti sinn besta dag á æfingum ársins til þessa í dag. Fernando Alonso varð sjöundi og ók 59 hringi, reyndar minnst allra en það er þó alls ekki slæmt. Línurnar eru aðeins farnar að skýrast um hvernig liðin koma undan vetri. Hingað til virðist ljóst að Ferrari hefur náð hvað mestum framförum, að frátöldu Lotus liðinu. Lotus ók eiginlega ekkert fyrir tímabilið í fyrra en átti svo besta tíma dagsins í gær og átti ágætis dag í dag. Munurinn á sex hröðustu bílunum í dag var innan við sekúnda. Það má því búast við að framundan gæti verið spennandi tímabil.
Formúla Tengdar fréttir Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30 Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45 Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45 Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00 Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30 Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bannað að breyta útliti hjálmanna FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að breyta reglum um útlit hjálma fyrir komandi tímabil. Nú má útlitið ekki breytast yfir tímabilið. 18. febrúar 2015 22:30
Byltingunni frestað til 2017 Umfangsmiklum reglubreytingum hefur verið frestað til 2017 eftir atkvæðagreiðslu á fundi skipulagsnefndar Formúlu 1 í dag. 17. febrúar 2015 22:45
Maldonado fljótastur á viðburðaríkri æfingu Pastor Maldonado á Lotus setti besta tímann á fyrsta degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Dagurinn var gríðarlega viðburðaríkur. 19. febrúar 2015 23:45
Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Hafa eytt gríðarlegum upphæðum á undanförnum árum, en árangurinn eftir því. 5. febrúar 2015 16:00
Enn er von fyrir Manor Grand Prix Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili. 20. febrúar 2015 14:30
Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis. 16. febrúar 2015 22:30