Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram HRUND ÞÓRSDÓTTIR skrifar 10. febrúar 2015 20:00 Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika. Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika.
Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18
Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13
„Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03
Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55
Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54
Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23