Framhald væntanlegt af To Kill a Mockingbird Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 16:10 Framhaldið heitir Go Set a Watchman. Vísir Rithöfundurinn Harper Lee tilkynnti í dag að í sumar muni koma út framhald af fyrstu og einu bók hennar, To Kill a Mockingbird. Framhaldið heitir Go Set a Watchman en í henni er aðalsöguhetja To Kill a Mockingbird, Scout, orðin fullorðin kona. Lee sagði í dag að hún hafi skrifað Go Set a Watchman áður en hún skrifaði To Kill a Mockingbird. Ristjórinn sem fékk handritið að framhaldssögunni fyrst í hendurnar heillaðist af endurlitum til æsku Scout sem voru í bókinni og hvatti Lee til að skrifa bók um það. Handritið að bókinni um fullorðnu Scout var því sett til hliðar. Lee hélt að það væri týnt þar til nýlega en áætlað er að prenta bókina í 2 milljónum eintaka. To Kill a Mockingbird kom út árið 1960. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í yfir 30 milljónum eintaka en hún hefur aldrei komið út á íslensku. Bókin hefur hins vegar verið lesin í fjöldamörg ár í enskuáföngum í framhaldsskólum landsins. Árið 1962 kom út vinsæl mynd gerð eftir bókinni með stórstjörnunni Gregory Peck í hlutverki föður Scout, Atticus Finch. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rithöfundurinn Harper Lee tilkynnti í dag að í sumar muni koma út framhald af fyrstu og einu bók hennar, To Kill a Mockingbird. Framhaldið heitir Go Set a Watchman en í henni er aðalsöguhetja To Kill a Mockingbird, Scout, orðin fullorðin kona. Lee sagði í dag að hún hafi skrifað Go Set a Watchman áður en hún skrifaði To Kill a Mockingbird. Ristjórinn sem fékk handritið að framhaldssögunni fyrst í hendurnar heillaðist af endurlitum til æsku Scout sem voru í bókinni og hvatti Lee til að skrifa bók um það. Handritið að bókinni um fullorðnu Scout var því sett til hliðar. Lee hélt að það væri týnt þar til nýlega en áætlað er að prenta bókina í 2 milljónum eintaka. To Kill a Mockingbird kom út árið 1960. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í yfir 30 milljónum eintaka en hún hefur aldrei komið út á íslensku. Bókin hefur hins vegar verið lesin í fjöldamörg ár í enskuáföngum í framhaldsskólum landsins. Árið 1962 kom út vinsæl mynd gerð eftir bókinni með stórstjörnunni Gregory Peck í hlutverki föður Scout, Atticus Finch.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira