85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 10:13 mynd/aðsend Opnunarpartý sýningarinnar Nýmálað 1 verður haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan átta. Sýningin er stærsta sýning á samtímamálverkinu þar sem alls 85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er í tveimur hlutum, síðari hluti hennar opnar á Kjarvalsstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Dj Kristal Carma spilar til miðnættis. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um sýninguna og mynd sem fylgir með í viðhengi. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi. Alls verða sýnd verk eftir 85 íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningin er í tveimur hlutum og verður síðari hluti hennar Nýmálað 2 opnaður á Kjarvalstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti Myndlistardeildar Listháskóla Íslands. Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna. Þar verður m.a. boðið upp á nokkur námskeið í listmálun fyrir unglinga undir handleiðslu listamanna á sýningunni. Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir. Sýningin stendur til 19. apríl 2015.Listamenn á Nýmálað I: Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Opnunarpartý sýningarinnar Nýmálað 1 verður haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan átta. Sýningin er stærsta sýning á samtímamálverkinu þar sem alls 85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er í tveimur hlutum, síðari hluti hennar opnar á Kjarvalsstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Dj Kristal Carma spilar til miðnættis. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um sýninguna og mynd sem fylgir með í viðhengi. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi. Alls verða sýnd verk eftir 85 íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningin er í tveimur hlutum og verður síðari hluti hennar Nýmálað 2 opnaður á Kjarvalstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti Myndlistardeildar Listháskóla Íslands. Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna. Þar verður m.a. boðið upp á nokkur námskeið í listmálun fyrir unglinga undir handleiðslu listamanna á sýningunni. Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir. Sýningin stendur til 19. apríl 2015.Listamenn á Nýmálað I: Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira