85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 10:13 mynd/aðsend Opnunarpartý sýningarinnar Nýmálað 1 verður haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan átta. Sýningin er stærsta sýning á samtímamálverkinu þar sem alls 85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er í tveimur hlutum, síðari hluti hennar opnar á Kjarvalsstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Dj Kristal Carma spilar til miðnættis. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um sýninguna og mynd sem fylgir með í viðhengi. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi. Alls verða sýnd verk eftir 85 íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningin er í tveimur hlutum og verður síðari hluti hennar Nýmálað 2 opnaður á Kjarvalstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti Myndlistardeildar Listháskóla Íslands. Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna. Þar verður m.a. boðið upp á nokkur námskeið í listmálun fyrir unglinga undir handleiðslu listamanna á sýningunni. Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir. Sýningin stendur til 19. apríl 2015.Listamenn á Nýmálað I: Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Opnunarpartý sýningarinnar Nýmálað 1 verður haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan átta. Sýningin er stærsta sýning á samtímamálverkinu þar sem alls 85 listamenn sýna verk sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er í tveimur hlutum, síðari hluti hennar opnar á Kjarvalsstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Dj Kristal Carma spilar til miðnættis. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um sýninguna og mynd sem fylgir með í viðhengi. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi. Alls verða sýnd verk eftir 85 íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningin er í tveimur hlutum og verður síðari hluti hennar Nýmálað 2 opnaður á Kjarvalstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti Myndlistardeildar Listháskóla Íslands. Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna. Þar verður m.a. boðið upp á nokkur námskeið í listmálun fyrir unglinga undir handleiðslu listamanna á sýningunni. Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir. Sýningin stendur til 19. apríl 2015.Listamenn á Nýmálað I: Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira