Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. febrúar 2015 19:30 Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira