Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 22:40 Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Vísir/GVA Gústaf Níelsson sagnfræðingur hefur verið skipaður varamaður í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segir allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar.Á móti moskunni Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en á síðasta ári lagði hann til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.„Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Allskonar raddir í mannréttindaráði Gústaf, sem er bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns, er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það kemur þó ekki að sök, að mati fulltrúa Framsóknarflokksins. „Nei alls ekki,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, aðspurð hvort það setji strik í reikninginn að hann skuli vera flokksbundinn Sjálfstæðismaður. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ segir Guðfinna um skipun Gústafs í ráðið.Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi.Blöskrar skipun Gústafs Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslíma á Íslandi, blöskrar þessi tilhögun og segir hana hljóta að gefa undir fótinn öllum vangaveltum um tengsl Framsóknarflokksins við popúlískar hreyfingar í Evrópu. „Þetta er eiginlega eini maðurinn sem ég hef misst mig gagnvart lengi. Ég kallaði hann fordómafullt idíót og get endurtekið það hvenær sem er. Þessi gerningur neglir endalega skiltið rasistar á borgarfulltrúa framsóknar,“ segir hann.Moskumálið breytti kosningunum Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í borginni, um að afturkalla ætti lóð undir mosku settu kosningabaráttuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2013 á hliðina. Hún var harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og sagði fimmti maður á lista flokksins fyrir kosningarnar sig úr Framsóknarflokknum og vék af listanum. Flokkurinn mældist ekki með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa fyrr en að Sveinbjörg tjáði sig um moskuna en þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist flokkurinn hafa náð tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Gústaf Níelsson sagnfræðingur hefur verið skipaður varamaður í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segir allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar.Á móti moskunni Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en á síðasta ári lagði hann til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.„Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Allskonar raddir í mannréttindaráði Gústaf, sem er bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns, er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það kemur þó ekki að sök, að mati fulltrúa Framsóknarflokksins. „Nei alls ekki,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, aðspurð hvort það setji strik í reikninginn að hann skuli vera flokksbundinn Sjálfstæðismaður. „Gústaf hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni síðustu árin. Á grundvelli yfirlýsinga í samstarfssáttmála meirihlutans um að hlustað sé á allskonar raddir og þeim skapaður vettvangur þá er það mat borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að skipan hans sem varamanns styðji við þau sjónarmið,“ segir Guðfinna um skipun Gústafs í ráðið.Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi.Blöskrar skipun Gústafs Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslíma á Íslandi, blöskrar þessi tilhögun og segir hana hljóta að gefa undir fótinn öllum vangaveltum um tengsl Framsóknarflokksins við popúlískar hreyfingar í Evrópu. „Þetta er eiginlega eini maðurinn sem ég hef misst mig gagnvart lengi. Ég kallaði hann fordómafullt idíót og get endurtekið það hvenær sem er. Þessi gerningur neglir endalega skiltið rasistar á borgarfulltrúa framsóknar,“ segir hann.Moskumálið breytti kosningunum Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í borginni, um að afturkalla ætti lóð undir mosku settu kosningabaráttuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2013 á hliðina. Hún var harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og sagði fimmti maður á lista flokksins fyrir kosningarnar sig úr Framsóknarflokknum og vék af listanum. Flokkurinn mældist ekki með nægan stuðning til að ná inn fulltrúa fyrr en að Sveinbjörg tjáði sig um moskuna en þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist flokkurinn hafa náð tveimur mönnum inn í borgarstjórn.
Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32
Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Þekkir hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti persónulega - faðir hans er múslimi og einnig hálfsystkini. 22. júní 2014 17:45
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19
„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Guðni Ágústsson segir „ritsóða“ á blöðunum reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. 13. júní 2014 07:16