Ráðherra vísar á Bankasýsluna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2015 15:04 Bjarni Benediktsson hefur svarað fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn í Borgun sé hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna. Þetta kemur fram í svari hans við skriflegri fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns VG. Ráðherra vísar í svari sínu til 4. gr. laga um Bankasýslu ríkisins þar sem segir að það sé hlutverk Bankasýslu ríkisins að hafa eftirlit með framkvæmd eigandastefnu ríkisins eins og hún er á hverjum tíma. Leiki einhver vafi á því að umrædd sala hafi verið á málefnalegum forsendum sé það hlutverk Bankasýslunnar að meta hvort salan samræmist þeim meginsjónarmiðum sem eigandastefnan mæli fyrir um. „Þegar af þeirri ástæðu hefur ekki farið fram nein sjálfstæð athugun eða skoðun á umræddri sölu af hálfu ráðuneytisins eða mat verið lagt á hana og hvort málefnalegar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni,“ segir ráðherra. Greint var frá því í desember að Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Jafnframt var greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi að sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Borgunarmálið Tengdar fréttir Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00 Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn í Borgun sé hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna. Þetta kemur fram í svari hans við skriflegri fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns VG. Ráðherra vísar í svari sínu til 4. gr. laga um Bankasýslu ríkisins þar sem segir að það sé hlutverk Bankasýslu ríkisins að hafa eftirlit með framkvæmd eigandastefnu ríkisins eins og hún er á hverjum tíma. Leiki einhver vafi á því að umrædd sala hafi verið á málefnalegum forsendum sé það hlutverk Bankasýslunnar að meta hvort salan samræmist þeim meginsjónarmiðum sem eigandastefnan mæli fyrir um. „Þegar af þeirri ástæðu hefur ekki farið fram nein sjálfstæð athugun eða skoðun á umræddri sölu af hálfu ráðuneytisins eða mat verið lagt á hana og hvort málefnalegar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni,“ segir ráðherra. Greint var frá því í desember að Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Jafnframt var greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi að sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00 Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00
Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00
Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15
Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Vísir fer yfir umdeilda sölu Landsbankans á Borgun. 9. desember 2014 14:15