„Ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 11:05 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan. Charlie Hebdo Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan.
Charlie Hebdo Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira