KR-ingar sextán stigum undir í hálfleik en unnu eftir tvær framlengingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 21:29 Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23
Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn