Ótrúlegur seinni hálfleikur Hauka | 14 mörk Kristínar fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2015 19:14 Kristín Guðmundsdóttir skoraði rúmlega 60% marka Vals gegn KA/Þór í dag. vísir/daníel Fimm leikir fóru fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Haukar unnu FH í Hafnarfjarðarslagnum, 27-17, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 5-10. Haukastúlkur unnu seinni hálfleikinn 22-7, en þær urðu á dögunum fyrsta liðið til að leggja Fram að velli í deildinni. Marija Gedroit var markahæst í liði Hauka með sjö mörk, en Ásta Björk Agnarsdóttir kom næst með fjögur. Ingibjörg Pálmadóttir skoraði fimm mörk fyrir FH sem hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur. Grótta gerði góða ferð í Kópavoginn og vann sex marka sigur á HK, 18-24. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði mest fyrir Gróttu eða sex mörk. Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk. Gerður Arinbjarnar og Þórhildur Braga Þórðardóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK. Grótta er með 22 stig líkt og Fram sem vann fjögurra marka sigur, 19-23, á Selfossi. Staðan í hálfleik var 9-9. Ragnheiður Júlíusdóttir var öflug í liði Fram með sex mörk, en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með sjö mörk. Í Árbænum vann Stjarnan eins marks sigur, 24-25, Fylki. Stjörnustúlkur eru nú komnar með 20 stig, tveimur færri en Fram og Stjarnan. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Þórhildur Gunnarsdóttir fimm. Thea Imani Sturludóttir var atkvæðamest hjá Fylki með sjö mörk. Þá skildu KA/Þór og Valur jöfn á Akureyri, 23-23. Valskonur voru yfir í hálfleik 10-13 og náðu svo fimm marka forskoti, 10-15, sem Norðankonur unnu svo upp. Kristín Guðmundsdóttir var allt í öllu hjá Val og skoraði 14 mörk eða 61% allra marka liðsins. Martha Hermannsdóttir fór fyrir KA/Þór með níu mörkum. Olís-deild kvenna Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Haukar unnu FH í Hafnarfjarðarslagnum, 27-17, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 5-10. Haukastúlkur unnu seinni hálfleikinn 22-7, en þær urðu á dögunum fyrsta liðið til að leggja Fram að velli í deildinni. Marija Gedroit var markahæst í liði Hauka með sjö mörk, en Ásta Björk Agnarsdóttir kom næst með fjögur. Ingibjörg Pálmadóttir skoraði fimm mörk fyrir FH sem hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur. Grótta gerði góða ferð í Kópavoginn og vann sex marka sigur á HK, 18-24. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði mest fyrir Gróttu eða sex mörk. Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk. Gerður Arinbjarnar og Þórhildur Braga Þórðardóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK. Grótta er með 22 stig líkt og Fram sem vann fjögurra marka sigur, 19-23, á Selfossi. Staðan í hálfleik var 9-9. Ragnheiður Júlíusdóttir var öflug í liði Fram með sex mörk, en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með sjö mörk. Í Árbænum vann Stjarnan eins marks sigur, 24-25, Fylki. Stjörnustúlkur eru nú komnar með 20 stig, tveimur færri en Fram og Stjarnan. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Þórhildur Gunnarsdóttir fimm. Thea Imani Sturludóttir var atkvæðamest hjá Fylki með sjö mörk. Þá skildu KA/Þór og Valur jöfn á Akureyri, 23-23. Valskonur voru yfir í hálfleik 10-13 og náðu svo fimm marka forskoti, 10-15, sem Norðankonur unnu svo upp. Kristín Guðmundsdóttir var allt í öllu hjá Val og skoraði 14 mörk eða 61% allra marka liðsins. Martha Hermannsdóttir fór fyrir KA/Þór með níu mörkum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira