Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 14:50 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Anton Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira