Heiður að sýna í Kunsthalle Kempten Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2014 15:45 Í Kempten Plakötin voru á auglýsingasúlum um alla borg. „Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira