Samtal kvenna úr fortíð og nútíð 15. desember 2014 11:00 Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir Mynd/Auðunn Níelsson „Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira