Nær Jólaóratoríunni rétt fyrir fertugt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 10:15 „Jólaóratorían er einstakt verk, barmafullt af gleði, birtu og þakklæti,“ segir Steingrímur. Vísir/Stefán „Ég er ekki alveg dauður enn, þótt það sé erfiður hjalli að verða fertugur,“ segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er beðinn að segja frá því stórvirki sem hann og kórar Neskirkju eru að ráðast í, ásamt barokksveit og einsöngvurum. Þar er um Jólaóratoríu J.S. Bach að ræða og flutningurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld, föstudag. Að jólatónleikar Neskirkju eru svona veglegir þetta árið helgast meðal annars af því að Steingrímur verður fertugur á morgun, 6. desember. „Það eru ekki alveg allir sem fá að stjórna Jólaóratoríu Bachs áður en þeir verða fertugir en ég næ því fjórum tímum fyrr,“ segir hann glaðlega. „Málið er að ég er búinn að vera í panik yfir þessu afmæli síðan ég var þrjátíu og þriggja!“ Steingrímur segir Jólaóratoríuna einstakt verk, barmafullt af gleði, birtu og þakklæti og eiga erindi til okkar allra. „Við lögðum upp með þetta stóra verkefni fyrir rúmu ári,“ segir hann og kveðst leggja mikið á kirkjukórinn. Svo er hann líka með stúlknakór sem hann er stoltur af. „Sumar stelpurnar hafa verið hjá mér í nokkur ár og svo hafa komið nokkrar nýjar, öflugar, núna í vetur. Það er draumur hvers kórstjórnanda að fá krakka á þessum aldri inn í kórastarfið.“ Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Hrólfur Sæmundsson barítón. „Við Hrólfur og Hallveig höfum fylgst dálítið að síðan í MH,“ segir Steingrímur. „Við Hallveig höfum aldrei rifist og ég man eftir Hrólfi gargandi uppi á sviði með einhverri popphljómsveit. Skildi ekkert í hversu mikið fór fyrir röddinni í honum en nú er hann bara orðinn einn af okkar helstu söngvurum á klassíska sviðinu. Ég hef líka oft unnið með Jóhönnu, hún er mikil barokkmanneskja, alveg yndisleg og Þorbjörn er einn aðal guðspjallamaður landsins.“ Það var hins vegar ekki alveg einfalt að stofna tuttugu manna barokksveit hér á landi en það tókst í haust og Steingrímur segir Peter Thompkins leiða hana eins og herforingi. „Það er gaman að geta flutt þetta fallega verk með barokkstillingu, það verður allt mildara,“ segir Steingrímur og bætir við: „Svo er þetta tækifæri fyrir íslenska spilara. Ef ég væri fiðluleikari þá vildi ég vera barokkfiðluleikari.“ Steingrímur er uppalinn á Húsavík og þar hóf hann sitt tónlistarnám. „Ég var verulega nálægt því að hætta kringum fermingaraldurinn en mamma og góðir kennarar afstýrðu því. Það var keyptur inn frábær kennari frá Bandaríkjunum, David Thompson. Hann bara bjargaði mér, ég var hjá honum í tvö ár og reif mig gersamlega upp. Líklega lifi ég á því enn,“ segir hann. Jólafréttir Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
„Ég er ekki alveg dauður enn, þótt það sé erfiður hjalli að verða fertugur,“ segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er beðinn að segja frá því stórvirki sem hann og kórar Neskirkju eru að ráðast í, ásamt barokksveit og einsöngvurum. Þar er um Jólaóratoríu J.S. Bach að ræða og flutningurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld, föstudag. Að jólatónleikar Neskirkju eru svona veglegir þetta árið helgast meðal annars af því að Steingrímur verður fertugur á morgun, 6. desember. „Það eru ekki alveg allir sem fá að stjórna Jólaóratoríu Bachs áður en þeir verða fertugir en ég næ því fjórum tímum fyrr,“ segir hann glaðlega. „Málið er að ég er búinn að vera í panik yfir þessu afmæli síðan ég var þrjátíu og þriggja!“ Steingrímur segir Jólaóratoríuna einstakt verk, barmafullt af gleði, birtu og þakklæti og eiga erindi til okkar allra. „Við lögðum upp með þetta stóra verkefni fyrir rúmu ári,“ segir hann og kveðst leggja mikið á kirkjukórinn. Svo er hann líka með stúlknakór sem hann er stoltur af. „Sumar stelpurnar hafa verið hjá mér í nokkur ár og svo hafa komið nokkrar nýjar, öflugar, núna í vetur. Það er draumur hvers kórstjórnanda að fá krakka á þessum aldri inn í kórastarfið.“ Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Hrólfur Sæmundsson barítón. „Við Hrólfur og Hallveig höfum fylgst dálítið að síðan í MH,“ segir Steingrímur. „Við Hallveig höfum aldrei rifist og ég man eftir Hrólfi gargandi uppi á sviði með einhverri popphljómsveit. Skildi ekkert í hversu mikið fór fyrir röddinni í honum en nú er hann bara orðinn einn af okkar helstu söngvurum á klassíska sviðinu. Ég hef líka oft unnið með Jóhönnu, hún er mikil barokkmanneskja, alveg yndisleg og Þorbjörn er einn aðal guðspjallamaður landsins.“ Það var hins vegar ekki alveg einfalt að stofna tuttugu manna barokksveit hér á landi en það tókst í haust og Steingrímur segir Peter Thompkins leiða hana eins og herforingi. „Það er gaman að geta flutt þetta fallega verk með barokkstillingu, það verður allt mildara,“ segir Steingrímur og bætir við: „Svo er þetta tækifæri fyrir íslenska spilara. Ef ég væri fiðluleikari þá vildi ég vera barokkfiðluleikari.“ Steingrímur er uppalinn á Húsavík og þar hóf hann sitt tónlistarnám. „Ég var verulega nálægt því að hætta kringum fermingaraldurinn en mamma og góðir kennarar afstýrðu því. Það var keyptur inn frábær kennari frá Bandaríkjunum, David Thompson. Hann bara bjargaði mér, ég var hjá honum í tvö ár og reif mig gersamlega upp. Líklega lifi ég á því enn,“ segir hann.
Jólafréttir Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira