Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. Fréttablaðið/GVA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. Lekamálið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra.
Lekamálið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira