„Hesturinn er bara svo magnaður“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Icelandair Cargo sér um hestaútflutning frá Íslandi í samstarfi við fyrirtæki hér á landi sem sérhæfa sig í þessum efnum. Hestarnir virðast að sögn Eysteins Leifssonar hestaútflytjanda taka fluginu ótrúlega vel. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, hann er bara svo kúl á því.“ Fréttablaðið/Pjetur „Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin. Hestar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
„Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin.
Hestar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira