„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ Ingvar Haraldsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Sigrún Magnúsdóttir segir ekki mikið að í íslensku samfélagi fyrst lekamálið er fyrsta frétt í sjónvarpi vikum saman. vísir/gva/daníel Þingflokkur Pírata hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í haust. Þingmenn allra flokka sem rætt var við í gær segja þingflokka sína eiga eftir að funda til að taka afstöðu til vantrauststillögunnar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur of mikið gert úr málinu. „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku.“ Sigrún segist virða ákvörðun Hönnu Birnu um að óska eftir því að stíga til hliðar sem ráðherra dómsmála. Sigrún tekur þó undir að alvarlegt sé að búið sé að ákæra aðstoðarmann Hönnu Birnu. „Auðvitað ber sérhver yfirmaður ábyrgð á sínum undirmönnum. Enda er búið að víkja Gísla Frey úr sæti og hún ætlar ekki að koma nálægt dómsmálum, en mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð,“ segir hún. Afstaða þingflokks Framsóknarflokksins til vantrauststillögunnar mun skýrast betur eftir að þingflokkurinn fundar á þriðjudag að sögn Sigrúnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun einnig funda á þriðjudaginn og þá mun vantrauststilaga Pírata gegn Hönnu Birnu verða rædd, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti vill Ragnheiður ekki tjá sig um málið.Bjarni BenediktssonBjarna finnst Hanna Birna hafa brugðist rétt við Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að Hanna Birna hefði „brugðist samstundis við með ábyrgum hætti“ með því að óska eftir því að hætta sem ráðherra dómsmála. „Það er ekkert fram komið í þessu máli sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða vitneskju um þetta lekamál,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort Hanna Birna nyti enn trausts sagði Bjarni: „Ráðherra sem situr í ríkisstjórninni nýtur trausts.“ Bjarni bætti við að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ættu eftir að ræða saman áður en þeir tækju afstöðu til óskar Hönnu Birnu um að segja sig frá dómsmálum. „Mér finnst Hanna Birna ekki hafa náð að gert hreint fyrir sínum dyrum og það er enn stórum spurningum ósvarað,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir: „Það hefði verið hyggilegast fyrir Hönnu Birnu að stíga til hliðar fyrr í þessu ferli.“ Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Þingflokkur Pírata hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í haust. Þingmenn allra flokka sem rætt var við í gær segja þingflokka sína eiga eftir að funda til að taka afstöðu til vantrauststillögunnar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur of mikið gert úr málinu. „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku.“ Sigrún segist virða ákvörðun Hönnu Birnu um að óska eftir því að stíga til hliðar sem ráðherra dómsmála. Sigrún tekur þó undir að alvarlegt sé að búið sé að ákæra aðstoðarmann Hönnu Birnu. „Auðvitað ber sérhver yfirmaður ábyrgð á sínum undirmönnum. Enda er búið að víkja Gísla Frey úr sæti og hún ætlar ekki að koma nálægt dómsmálum, en mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð,“ segir hún. Afstaða þingflokks Framsóknarflokksins til vantrauststillögunnar mun skýrast betur eftir að þingflokkurinn fundar á þriðjudag að sögn Sigrúnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun einnig funda á þriðjudaginn og þá mun vantrauststilaga Pírata gegn Hönnu Birnu verða rædd, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti vill Ragnheiður ekki tjá sig um málið.Bjarni BenediktssonBjarna finnst Hanna Birna hafa brugðist rétt við Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær að Hanna Birna hefði „brugðist samstundis við með ábyrgum hætti“ með því að óska eftir því að hætta sem ráðherra dómsmála. „Það er ekkert fram komið í þessu máli sem dregur fram einhvern ásetning af ráðherrans hálfu eða vitneskju um þetta lekamál,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort Hanna Birna nyti enn trausts sagði Bjarni: „Ráðherra sem situr í ríkisstjórninni nýtur trausts.“ Bjarni bætti við að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ættu eftir að ræða saman áður en þeir tækju afstöðu til óskar Hönnu Birnu um að segja sig frá dómsmálum. „Mér finnst Hanna Birna ekki hafa náð að gert hreint fyrir sínum dyrum og það er enn stórum spurningum ósvarað,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir: „Það hefði verið hyggilegast fyrir Hönnu Birnu að stíga til hliðar fyrr í þessu ferli.“
Lekamálið Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47 „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir. 5. ágúst 2014 14:47
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39