Rússar mega búast við hörðum viðbrögðum frá NATO Snærós Sindradóttir skrifar 14. ágúst 2014 08:00 Sigmundur Davið og Anders dásömuðu veðrið við ráðherrabústaðinn á miðvikudag. VÍSIR/GVA „Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira