Akkuru Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar