Út fyrir rammana Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun