Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun